Fjölmenni á forsýningu félagsins á kvikmyndinni The Last King of Scotland

Félagið stóð fyrir forsýningu á kvikmyndinni The Last King of Scotland sem fjallar um Idi Amin í Úganda og segir sögu læknisins Nicolas Garrigan, sem var líflækir einræðisherrans.

Mikið fjölmenni var á sýningunni þann 20. febrúar í Regnboganum eða um 150 manns. Fyrirtæki Sena fær bestu þakkir félagsins fyrir að bjóða til þessara sýningar.

 

Að lokinni sýningu myndarinnar var haldin málstofa um efni hennar, Idi Amín og aðra einræðisherra og stöðu mála í Úganda fyrr og nú. Forsögu höfðu þeir Jónas Haraldsson stjórnmálafræðingur og Kristinn Kristinsson sjávarútvegsfræðingur. Jónas kennir námskeið um stjórnmál Afríku við HÍ en Kristinn starfaði á vegum ÞSSÍ í Úganda í fjögur ár og þekkir vel til lands og þjóðar.

Um 50 manns mættu á málstofuna í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu og urðu líflegar umræður um myndina og tengd málefni.

Hvetjum við allt áhugafólk um málefni Afríku til að drífa sig að sjá myndina The Last King of Scotland.

Leave a Reply

You must be logged in to post a comment.