Aðalfundur 22.Febrúar 2013
Ágætu félagsmenn Afríku 20:20 og annað áhugafólk um málefni Afríku sunnan Sahara,
Hér með er boðað til aðalfundar félagsins föstudaginn 22. febrúar 2013 kl. 17-19 á Café Paris við Austurvöll.
Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í stjórnarstörfum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við undirritaðan.
Skv 6. gr laga félagsins er dagskrá aðalfundar sem hér segir:
6. grein
Aðalfundur
Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málefnum félagsins. Hann skal haldinn árlega að hausti. Allir félagsmenn eiga rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðarétt. Fundurinn skal boðaður skriflega með minnst 2 vikna fyrirvara. Í fundarboði skal greina fundarefni. Stjórn félagsins skipuleggur og ber ábyrgð á framkvæmd aðalfundar. Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:
1. Setning fundar og kynning dagskrár.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfstímabili.
4. Reikningar félagsins lagðir fram.
5. Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta starfstímabils lagðar fram.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. Lagabreytingar.
8. Kosning formanns til eins árs.
9. Kosning eins stjórnarmanns, eins varamanns og eins skoðunarmanns reikninga til tveggja ára.
10. Kosning í nefndir félagsins.
11. Önnur mál.
Á aðalfundi ræður meirihluti atkvæða úrslitum, þó þarf a.m.k. 2/3 atkvæða til lagabreytinga (sjá gr. 7). Komi fram tillaga um að leggja félagið niður þarf samþykki a.m.k. 2/3 hluta atkvæðisbærra félagsmanna
Halda skal gerðarbók um aðalfundi félagsins og skrá allar samþykktir og ákvarðanir. Fundargerðir aðalfunda skulu aðgengilegar félagsmönnum eigi síðar en fjórum vikum eftir að aðalfundur er haldinn.
Vinsamlegast greiðið félagsgjöldin fyrir árið 2013 (2000 krónur) á eftirfarandi reikning:
Reikningseigandi: Áhugamannafélag Afríka 20:20
Reikningsnúmer: 0334-26-058202
Kennitala: 510302-5240
Að lokum, árlegt vorball Afríku 20:20 í Iðnó verður haldið föstudaginn 12. apríl nk. Nánari upplýsingar síðar en takið daginn nú þegar frá!
Fh Afríku 20:20
Geir Gunnlaugsson, formaður
Tjarnargata 16
IS-101 Reykjavík
home +354-552 0360/mobile +354-843 6237
Filed under: Viðburðir