Hans Rosling

Dr. Hans Rosling í Hörpu 15. september næstkomandi

Hans Rosling
Hans Rosling stofnaði gagnaveituna Gapminder

Hinn heimskunni sænski fyrirlesari og fræðimaður Hans Rosling heldur erindi í 15. september kl. 16:15 í Silfurbergi í Hörpu.

Hann kemur hingað til lands á vegum félagsins Afríka 20:20 í samstarfi við Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) og Embætti landlæknis.

Hans Rosling er læknir og prófessor í alþjóðaheilbrigðisvísindum við Karolinska institutet í Stokkhólmi. Á síðustu árum hefur hann vakið heimsathygli fyrir heillandi framsetningu á tölfræðilegum gögnum með gagnvirkri og áhrifamikilli sjónrænni grafík sem byggir á hans eigin forriti, Gapminder.

Rosling er mjög eftirsóttur fyrirlesari og hefur margoft flutt erindi á TED (Technology, Entertainment & Design), gert heimildamyndir, m.a. fyrir BBC (The Joy Of Stats og Don´t Panic - The Truth About Population) og haldið fyrirlestra með Bill Gates um heilbrigðismál og þróunina í heiminum.

Eitt frægasta kvikmyndabrot hans fjallar um þróun heimsins í tvær aldir hjá tvö hundruð þjóðum – á fjórum mínútum! Árið 2012 var Hans Rosling á lista TIME tímaritsins yfir 100 áhrifamestu einstaklinga í heiminum.

Í fyrirlestri sínum mun Hans Rosling á sinn einstæða hátt varpa ljósi á heilsu fólks víða um heim og margvíslega áhrifaþætti hennar.

Fundurinn fer fram á ensku og verður dagskrá hans á þessa leið:

16:15     Ávarp.
Geir Gunnlaugsson landlæknir, formaður Afríku 20:20

16:25     Fact-based world view.
Dr. Hans Rosling, professor of International Health and               co-founder of Gapminder

17:25     Spurningar fundargesta og almennar umræður

18:00     Fundarslit.

Fundarstjóri verður Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands og frv. sendiherra Íslands í Suður-Afríku.

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við fjölda sæta í Silfurbergi og því er mikilvægt að áhugasamir skrái sig sem fyrst á vef Embættis landlæknis á síðunni Skráning á fyrirlestur Hans Rosling.

Þátttaka er ókeypis og skráning er öllum opin svo lengi sem húsrúm leyfir. Skráningu lýkur 12. september.

Athugið: Vísa skal fram staðfestingu á skráningu við innganginn í Silfurberg.

Frekari upplýsingar um viðburðinn veitir:

Gunnar Salvarsson, útgáfu- og kynningarstjóri ÞSSÍ (netfang:gunnar.salvarsson@iceida.is, fs. 699 5506)


Um Hans Rosling og Gapminder:
http://www.gapminder.org/
http://www.ted.com/search?q=rosling
http://www.gapminder.org/videos/dont-panic-the-facts-about-population/#.U-pAmPl_vW
https://www.youtube.com/watch?v=jbkSRLYSojo

Comments are closed.