Sterkar stelpur- sterk samfélög

Sterkar stelpur

Unglingsstúlkur í fátækustu löndum heims eru í brennidepli í kynningarviku frjálsra félagasamtaka og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands undir heitinu Sterkar stelpur - sterk samfélög. Kynningarvikan stendur yfir alla þessa viku, eða 6. – 11. október og hófst formlega á Austurvelli sl. föstudag þar sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, gekk  með tíu lítra fötu 10 mmetra til stuðnings unglingsstúlkum í þróunarríkjunum. Við skorum á aðra að taka þátt í vatnsfötuáskoruninni!

Rannsóknir síðustu ára hafa annars vegar sýnt að unglingsstúlkan er einn höfuðlykill að því að uppræta fátækt í heiminum. Hins vegar að staða unglingsstúlkna er víða skelfileg þar sem þær verða fyrir mannréttindabrotum og mismunun vegna kyns og aldurs. Jafnframt felur átakið í sér hvatningu til allra stúlkna um að standa á rétti sínum og láta rödd sína heyrast, hátt og snjallt.

Á hverjum degi upplifa milljónir stúlkna að raddir þeirra séu kæfðar, lífi þeirra ógnað, réttindi þeirra fótum troðin, frelsi þeirra takmarkað – einungis vegna þess að þær eru stelpur. Með kynningarátakinu Sterkar stelpur - sterk samfélög vilja aðstandendur vikunnar að íslenska þjóðin sendi stúlkum sem búa við brot á mannréttindum skilaboð um að þær standi ekki einar.

Viðburðir vikunnar:

Mánudag og miðvikudaginn 8 október kl. 18 mun Bíó Paradís sýna myndina Girl Rising. Ókeypis aðgangur fyrir alla.  Hægt er að sjá brot úr myndinni hér: https://www.youtube.com/watch?v=BJsvklXhYaE

Þriðjudaginn 7 október kl. 12 verður baráttuhátíð í Hörpu þar sem Pernilla Fenger, framkvæmdastjóri UNPF á Norðurlöndum og Sigríður María Egilsdóttir, laganemi og fv. Ræðumaður Íslands, stíga á stokk.

Föstudaginn 10 október kl. 20 verða stórtónleikar í Iðnó í samstarfi við KÍTÓN, félag kvenna í tónlist. Það er ókeypis aðgangur og allir eru velkomnir. Fram koma Mammút, Young Karin, Himbrimi, Reykjarvíkurdætur, Boogie Trouble, Una Stef, Alvia Islandia, Kælan Mikla, Soffía Björg og Laufey og Júnía, sigurvegarar Söngkeppni Samfés. Kynnir verður  Tinna Sverrisdóttir Reykjavíkurdóttir.

Einnig geta einstaklingar eða hópar undir 18 ára tekið þátt í myndbandasamkeppni fyrir 10 október (breytt dagsetning).

Myndbönd  https://www.youtube.com/watch?v=SVgv-iUSdmI

Linkur á facebook síðu átaksins https://www.facebook.com/throunarsamvinna.ber.avoxt

Myndbandasamkeppni

Comments are closed.