Námskeiðið um Úganda - náttúra, saga og samfélag í perlu Afríku

Afríka 20:20 vil vekja athygli allra á nýjung í starfi Afríku 20:20, það er samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands um að efla þekkingu og áhuga almennings á málefnum tengdum Afríku sunnan Sahara.

Fyrsta námskeiðið verður um Úganda - náttúra, saga og samfélag í perlu Afríku þ. 13. og 20. febrúar kl. 20:15-22:15. Umsjónarmaður þess er Jón Geir Pétursson sem situr í stjórn félagsins og hefur langa reynslu af landinu.

Sjá nánar á  heimasíðu Endurmenntunar http://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=18V18

Hvað er svona sérstakt við þetta í Afríku sem svo margir þekkja? Hvernig land er Úganda, hverjar eru áskoranir íbúanna, hvernig er náttúra, landslag og staðhættir og hvaða atburðir í sögu landsins hafa nótað samfélaga nútímans? Úganda er fjölbreytt og heillandi land, sem jafnframt glímir við ótal áskoranir sem fjallað verður um á lifandi hátt á námskeiðinu.

Þetta námskeið hefur það markmið að kynna þátttakendum Úganda, fjölbreytta náttúru þess, mikla sögu og samfélag. Fjallað verður um landið frá ýmsum hliðum á fjölbreyttan og fræðandi hátt þannig að þátttakendur öðlist sem bestan skilning á landinu. Jafnframt er það markmið að þátttakendur öðlist betri skilning á málefnum Afríku sunnan Sahara og þeim tækifærum og áskorunum sem álfan stendur frammi fyrir.

Á námskeiðinu er fjallað um:
  • Leitina að upptökum Nílar í sögulegu samhengi.
  • Nýlendutíma Breta, áhrif þess í austur Afríku og upp eftir Níl.
  • Idi Amin og valdatíma hans.
  • Umbrot og áskoranir undanfarinna ára.
  • Nágrannaríkin og samskipti við þau.
  • Fólk og daglegt líf í landinu.
  • Landslag, náttúru og dýralíf.
  • Ferð um Úganda.
  • Stjórnmál og samfélag í einu fátækasta landi heims.

Comments are closed.