Afríka 20:20 gefur út bók

1012258.jpgRitstjórar: mannfræðingarnir Jónína Einarsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir.„Afríka sunnan Sahara – í brennidepli“ er heiti á nýútkominni íslenskri bók sem ætlað er til að auka almennan fróðleik og skilning á álfunni, sögu hennar og samtíma. Útgefendur bókarinnar eru félagið Afríka 20:20, félag áhugafólks um málefni Afríku sunnan Sahara, og Háskólaútgáfan. Útgáfan er tímamótaverk því aldrei áður hefur verið skrifað jafn umfangsmikið rit um álfuna á íslensku.Sérlega hefur verið vandað til útgáfunnar, en bókin er sneisafull af litríku myndefni ásamt því sem umfjöllunarefnin er einstaklega fjölbreytt. Tólf höfundar skrifa kafla í bókina sem er skipt upp í fjóra hluta: Sagan, Lifnaðarhættir og lífsafkoma, Listir og bókmenntir, og Afríka og umheimurinn. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sendiherra í Suður-Afríku segir í formála: „Því hefur verið haldið fram að hungur- og ofbeldismyndin af Afríku, stundum nefnd Bob Geldoff heilkennið, sé eitt helsta vandamál álfunnar. Ímyndin gerir að verkum að vestræn fyrirtæki fjárfesta ekki í álfunni, byggja ekki upp þekkingu og skila ekki arði í efnahagslífi hennar… Þessu riti er ætlað að auðvelda okkur að skilja Afríku. Það miðlar þekkingu um margbreytileika álfunnar, auðlindir hennar og vandamál, stöðu hennar á alþjóðavettvangi og þá ímynd sem hún hefur í hugum okkar.“
288 bls. ISBN: 978-9979-54-761-7Leiðbeinandi verð 4.800,- kr. Dreifing Háskólaútgáfan

Leave a Reply

You must be logged in to post a comment.