Afmælismálþing um íslenska þróunarsamvinnu föstudag 21.okt 2011

Afmælismálþing um íslenska þróunarsamvinnu  föstudag 21.okt 2011

- Heiðursfyrirlesari dr. Paul Collier hagfræðiprófessor frá Oxford

17.10.2011

Afmælisráðstefna í Öskju

Dagskrá ráðstefnunnar.

Afmælisráðstefna í Öskju

Árið 2011 markar 40 ára afmæli íslenskrar þróunarsamvinnu, 30 ára afmæli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) og 10 ára afmæli Íslensku friðargæslunnar. Af þessu tilefni verður efnt til málþings í samvinnu við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnun, föstudaginn 21. október kl. 13:30 í Öskju, stofu 132 og verður heiðursfyrirlesari prófessor Paul Collier frá Oxford-háskóla.

Dagskrá:

kl. 13:30  Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra opnar málþingið

kl. 13:45  Paul Collier, prófessor við Oxford háskóla:  Can Africa catch up: and can we help?

kl. 14:30  Spurningar og svör.

kl. 14:50  Kaffihlé

kl. 15:05 Hermann Örn Ingólfsson, sviðsstjóri Þróunarsamvinnusviðs utanríkisráðuneytisins: Um íslenska  þróunarsamvinnu.

kl. 15:25 Jónína Einarsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild HÍ: Rannsóknir Collier: stefnumörkun, framkvæmd og kennsla

kl. 15:40 Valgerður Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri MA-náms í blaða- og fréttamennsku við Félags- og mannvísindadeil HÍ: Hvað er að frétta af þróunarsamvinnu?

kl. 15:55 Umræður. Valgerður Sverrisdóttir formaður samstarfsráðs um þróunarsamvinnu stýrir umræðum.

kl. 16:15 Móttaka í fordyri Öskju

Fundarstjóri verður Engilbert Guðmundsson framkvæmdastjóri  ÞSSÍ.

Um heiðursfyrirlesarann:

Dr. Paul Collier er  hagfræðiprófessor og stjórnandi Centre for the Study of African Economies við Oxford-háskóla. Hann er einn virtasti fræðimaður samtímans í þróunarmálum og mjög eftirsóttur fyrirlesari. Hann var um árabil starfsmaður Alþjóðabankans og hefur hann haft mikil áhrif á stefnu bankans í þróunarmálum. Þekktasta verk Collier er bókin The Bottom Billion, Why the Poorest Countries are Failing and What Can Be Done About It (2008).  Hún vakti heimsathygli og breytti viðhorfum margra í þróunarsamvinnugeiranum. Nýjar bækur eftir hann hafa einnig vakið athygli og umtal; Wars, Guns and Votes (2009) og The Plundered Planet: Why We Must – and How We Can – Manage Nature for Global Prosperity (2010). Í hinni síðasttöldu eru umhverfis- og auðlindamál ofarlega á baugi og kemur hann þar m.a. lítillega inn á íslenska kvótakerfið.

Comments are closed.