Opnun ljósmyndasýningar Páls Stefánssonar
Afríka 20:20, í samvinnu við KSÍ og Crymogeu stendur fyrir opnun ljósmyndasýningar Páls Stefánssonar í KSÍ stúkunni í dag, 11. júní, kl 16.30.
Ljósmyndasýningin samanstendur af myndum úr ferðum Páls víða um Afríku,
þar sem hann myndaði börn og fullorðna spila fótbolta. Myndirnar eru
afskaplega fjölbreyttar og einstaklega lifandi og skemmtilegar.
En eins og flestir vita þá verður fyrsti HM leikurinn spilaður í dag og
okkur finnst gaman að þessi sýning opni um leið og augu heimsins beinast
að Suður Afríku. Útgáfa bókarinnar “Áfram Afríka” sem er bók með
ljósmyndunum verður einnig gefin út í dag og til sölu.
Afrótrommusláttur og dans mun koma okkur í afríkutaktinn!
Vonumst til að sjá sem flesta!