Afríkuball í IÐNÓ 29.Mars

Afríka 20:20 stendur fyrir dúndur afrísku balli í Iðnó.

Árlegt Afríkuball Afríku 20:20. Dansað verður við afríska dægurtónlist, með ljúfum tónum dægurlaga frá Afríku sunnan Sahara.

DJ KITO FRÁ MÓSAMBIK

SÉRSTAKUR GESTUR/SPECIAL GUEST

Cheick Bangoura slær djembe trommur kl. 22:20

Afrískir göturéttir á boðstóllnunum.

Dönsum við líflega afríska tónlist fram á nótt

Húsið opnar klukkan 21.00-02 Svo munum við hrista okkur og skekja við afríska tónlist fram á nótt.
Það ætti enginn að láta þetta fram hjá sér fara - það er fátt skemmtilegra, hollara og gleðilegra en að gleyma sér í dansi í góðum félagasskap.

Miðaverð:2000kr

Dance to African music
/African-inspired street food will be available

African music in IÐNÓ
-central Reykjavík by the lake

Special guest : Cheick Bangoura will play the djembe drums at.22:00

The house open around 21:30 pm and we will be dancing to 02:00 am. DJ KITO from Mozambique will playing some wonderful African music. Tickets price:2000kr

Afríkuball þann 13.apríl í IÐNÓ

Afríka 20:20 stendur fyrir dúndur afrísku balli í

Iðnó þann 13.apríl.

Árlegt Afríkuball Afríku 20:20. Dansað verður við afríska dægurtónlist, með ljúfum tónum dægurlaga frá Afríku sunnan Sahara.
Dönsum við líflega afríska tónlist fram á nótt

Húsið opnar klukkan 21.00-02 Svo munum við hrista okkur og skekja við afríska tónlist fram á nótt.
Það ætti enginn að láta þetta fram hjá sér fara - það er fátt skemmtilegra, hollara og gleðilegra en að gleyma sér í dansi í góðum félagasskap.

Dance to African music
African music in IÐNÓ
-central Reykjavík by the lake

The house open around 21:30 pm and we will be dancing to 02:00 am. DJ will playing some wonderful African music.

Aðalfundur

Við viljum vekja athygli  á aðalfundi Afríku 20:20

sem verður haldinn miðvikudaginn 21. mars kl.

16:30 á Café Haíti, Geirsgötu 9 við höfnina. Á

fundinum venjuleg aðalfundarstörf, sbr lög

félagsins:Setning fundar og kynning dagskrár.

Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfstímabili.

Reikningar félagsins lagðir fram.

Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta starfstímabils lagðar fram.

Ákvörðun félagsgjalda.

Lagabreytingar.

Kosning formanns til eins árs.

Kosning eins stjórnarmanns, eins varamanns og eins skoðunarmanns reikninga til tveggja ára.

Kosning í nefndir félagsins.

Önnur mál.

Við vekjum einnig athygli á Vorballi félagsins í Iðnó

13. apríl nk. Meiri upplýsingar síðar.

Hvet ykkur einnig til að greiða félagsgjaldið sem er 2000 kr eins og á liðnum árum.

Kennitala: 510302-5240
Bnr. 0334-26-058202

Námskeiðið um Úganda - náttúra, saga og samfélag í perlu Afríku

Afríka 20:20 vil vekja athygli allra á nýjung í starfi Afríku 20:20, það er samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands um að efla þekkingu og áhuga almennings á málefnum tengdum Afríku sunnan Sahara.

Fyrsta námskeiðið verður um Úganda - náttúra, saga og samfélag í perlu Afríku þ. 13. og 20. febrúar kl. 20:15-22:15. Umsjónarmaður þess er Jón Geir Pétursson sem situr í stjórn félagsins og hefur langa reynslu af landinu.

Sjá nánar á  heimasíðu Endurmenntunar http://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=18V18

Hvað er svona sérstakt við þetta í Afríku sem svo margir þekkja? Hvernig land er Úganda, hverjar eru áskoranir íbúanna, hvernig er náttúra, landslag og staðhættir og hvaða atburðir í sögu landsins hafa nótað samfélaga nútímans? Úganda er fjölbreytt og heillandi land, sem jafnframt glímir við ótal áskoranir sem fjallað verður um á lifandi hátt á námskeiðinu.

Þetta námskeið hefur það markmið að kynna þátttakendum Úganda, fjölbreytta náttúru þess, mikla sögu og samfélag. Fjallað verður um landið frá ýmsum hliðum á fjölbreyttan og fræðandi hátt þannig að þátttakendur öðlist sem bestan skilning á landinu. Jafnframt er það markmið að þátttakendur öðlist betri skilning á málefnum Afríku sunnan Sahara og þeim tækifærum og áskorunum sem álfan stendur frammi fyrir.

Á námskeiðinu er fjallað um:
  • Leitina að upptökum Nílar í sögulegu samhengi.
  • Nýlendutíma Breta, áhrif þess í austur Afríku og upp eftir Níl.
  • Idi Amin og valdatíma hans.
  • Umbrot og áskoranir undanfarinna ára.
  • Nágrannaríkin og samskipti við þau.
  • Fólk og daglegt líf í landinu.
  • Landslag, náttúru og dýralíf.
  • Ferð um Úganda.
  • Stjórnmál og samfélag í einu fátækasta landi heims.

Heimför, í henni er sagt frá hálfsystrum í Ghana sem upplifa ólík örlög.

http://ruv.is/f…/tekist-a-vid-arfleifd-thraelaverslunarinnar

Áhugaverð bók endilega kíkið á þetta

Heimför, í henni er sagt frá hálfsystrum í Ghana sem upplifa ólík örlög. Önnur giftist breskum þrælasala, en hin er hneppt í þrældóm og seld til Ameríku.Þetta er metnaðarfull frásögn um yfirþyrmandi grimmd og flókna arfleifð þrælaviðskipta, sögð frá 14 ólíkum sjónarhornum. Það er því óhætt að segja að Heimför sé viðamikil skáldsaga, bæði í tíma og rúmi.

Tónlistarkonan og umhverfissinninn Beatrice Dossah, frá Gana

Tónlistarkonan og umhverfissinninn Beatrice Dossah, frá Gana, er stödd hér á landi í námi við Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Hún notar listamannsnafnið Alewa. Hér er tengill á gott lag sem hún hefur samið og flytur á youtube, þar sem hún vekur athygli á umhverfismálum

https://www.youtube.com/watch?v=cDL9jG6qsHY

Sterkar stelpur- sterk samfélög

Sterkar stelpur

Unglingsstúlkur í fátækustu löndum heims eru í brennidepli í kynningarviku frjálsra félagasamtaka og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands undir heitinu Sterkar stelpur - sterk samfélög. Kynningarvikan stendur yfir alla þessa viku, eða 6. – 11. október og hófst formlega á Austurvelli sl. föstudag þar sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, gekk  með tíu lítra fötu 10 mmetra til stuðnings unglingsstúlkum í þróunarríkjunum. Við skorum á aðra að taka þátt í vatnsfötuáskoruninni!

Rannsóknir síðustu ára hafa annars vegar sýnt að unglingsstúlkan er einn höfuðlykill að því að uppræta fátækt í heiminum. Hins vegar að staða unglingsstúlkna er víða skelfileg þar sem þær verða fyrir mannréttindabrotum og mismunun vegna kyns og aldurs. Jafnframt felur átakið í sér hvatningu til allra stúlkna um að standa á rétti sínum og láta rödd sína heyrast, hátt og snjallt.

Á hverjum degi upplifa milljónir stúlkna að raddir þeirra séu kæfðar, lífi þeirra ógnað, réttindi þeirra fótum troðin, frelsi þeirra takmarkað – einungis vegna þess að þær eru stelpur. Með kynningarátakinu Sterkar stelpur - sterk samfélög vilja aðstandendur vikunnar að íslenska þjóðin sendi stúlkum sem búa við brot á mannréttindum skilaboð um að þær standi ekki einar.

Viðburðir vikunnar:

Mánudag og miðvikudaginn 8 október kl. 18 mun Bíó Paradís sýna myndina Girl Rising. Ókeypis aðgangur fyrir alla.  Hægt er að sjá brot úr myndinni hér: https://www.youtube.com/watch?v=BJsvklXhYaE

Þriðjudaginn 7 október kl. 12 verður baráttuhátíð í Hörpu þar sem Pernilla Fenger, framkvæmdastjóri UNPF á Norðurlöndum og Sigríður María Egilsdóttir, laganemi og fv. Ræðumaður Íslands, stíga á stokk.

Föstudaginn 10 október kl. 20 verða stórtónleikar í Iðnó í samstarfi við KÍTÓN, félag kvenna í tónlist. Það er ókeypis aðgangur og allir eru velkomnir. Fram koma Mammút, Young Karin, Himbrimi, Reykjarvíkurdætur, Boogie Trouble, Una Stef, Alvia Islandia, Kælan Mikla, Soffía Björg og Laufey og Júnía, sigurvegarar Söngkeppni Samfés. Kynnir verður  Tinna Sverrisdóttir Reykjavíkurdóttir.

Einnig geta einstaklingar eða hópar undir 18 ára tekið þátt í myndbandasamkeppni fyrir 10 október (breytt dagsetning).

Myndbönd  https://www.youtube.com/watch?v=SVgv-iUSdmI

Linkur á facebook síðu átaksins https://www.facebook.com/throunarsamvinna.ber.avoxt

Myndbandasamkeppni

Hans Rosling

Dr. Hans Rosling í Hörpu 15. september næstkomandi

Hans Rosling
Hans Rosling stofnaði gagnaveituna Gapminder

Hinn heimskunni sænski fyrirlesari og fræðimaður Hans Rosling heldur erindi í 15. september kl. 16:15 í Silfurbergi í Hörpu.

Hann kemur hingað til lands á vegum félagsins Afríka 20:20 í samstarfi við Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) og Embætti landlæknis.

Hans Rosling er læknir og prófessor í alþjóðaheilbrigðisvísindum við Karolinska institutet í Stokkhólmi. Á síðustu árum hefur hann vakið heimsathygli fyrir heillandi framsetningu á tölfræðilegum gögnum með gagnvirkri og áhrifamikilli sjónrænni grafík sem byggir á hans eigin forriti, Gapminder.

Rosling er mjög eftirsóttur fyrirlesari og hefur margoft flutt erindi á TED (Technology, Entertainment & Design), gert heimildamyndir, m.a. fyrir BBC (The Joy Of Stats og Don´t Panic - The Truth About Population) og haldið fyrirlestra með Bill Gates um heilbrigðismál og þróunina í heiminum.

Eitt frægasta kvikmyndabrot hans fjallar um þróun heimsins í tvær aldir hjá tvö hundruð þjóðum – á fjórum mínútum! Árið 2012 var Hans Rosling á lista TIME tímaritsins yfir 100 áhrifamestu einstaklinga í heiminum.

Í fyrirlestri sínum mun Hans Rosling á sinn einstæða hátt varpa ljósi á heilsu fólks víða um heim og margvíslega áhrifaþætti hennar.

Fundurinn fer fram á ensku og verður dagskrá hans á þessa leið:

16:15     Ávarp.
Geir Gunnlaugsson landlæknir, formaður Afríku 20:20

16:25     Fact-based world view.
Dr. Hans Rosling, professor of International Health and               co-founder of Gapminder

17:25     Spurningar fundargesta og almennar umræður

18:00     Fundarslit.

Fundarstjóri verður Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands og frv. sendiherra Íslands í Suður-Afríku.

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við fjölda sæta í Silfurbergi og því er mikilvægt að áhugasamir skrái sig sem fyrst á vef Embættis landlæknis á síðunni Skráning á fyrirlestur Hans Rosling.

Þátttaka er ókeypis og skráning er öllum opin svo lengi sem húsrúm leyfir. Skráningu lýkur 12. september.

Athugið: Vísa skal fram staðfestingu á skráningu við innganginn í Silfurberg.

Frekari upplýsingar um viðburðinn veitir:

Gunnar Salvarsson, útgáfu- og kynningarstjóri ÞSSÍ (netfang:gunnar.salvarsson@iceida.is, fs. 699 5506)


Um Hans Rosling og Gapminder:
http://www.gapminder.org/
http://www.ted.com/search?q=rosling
http://www.gapminder.org/videos/dont-panic-the-facts-about-population/#.U-pAmPl_vW
https://www.youtube.com/watch?v=jbkSRLYSojo

Ball

Afríka 20:20 stendur fyrir dúndur afrísku balli í Iðnó.


Dönsum við líflega afríska tónlist fram á nótt

Húsið opnar klukkan 21.30-02 Svo munum við hrista okkur og skekja við afríska tónlist fram á nótt.
Það ætti enginn að láta þetta fram hjá sér fara - það er fátt skemmtilegra, hollara og gleðilegra en að gleyma sér í dansi í góðum félagasskap

Dans við vinsæl dægurlög frá Afríku sunnan Sahara í boði DJ Kito frá Mósambik. Sérstakir gestir eru The Bangoura Band og Cheick og félagar frá Gíneu Conakry slá trommur.


Dance to African music
African music in IÐNÓ
-central Reykjavík by the lake

Special guest The Bangoura Band and Cheick, DJ Kito from Mozambique, and furthermore drummers from Guinea-Conakry

En endilega takið daginn frá- come and dance with us

Verð 1500kr /tickets 1500

Samstarf félagsins og Morgungluggans

Alla mánudaga koma félagsmenn í þáttinn og segja frá upplifun sinni og ferðalögum um ýmis lönd og svæði Afríku.

29. júlí: Sigríður Baldursdóttir heilbrigðismál í Guinea Bissau. http://www.ruv.is/sarpurinn/morgunglugginn/29072013-0 tónlist: Super Mama Djombo (Gínea-Bissá)

22. júlí; Hulda Guðrún Gunnarsdóttir menntamál. http://www.ruv.is/sarpurinn/morgunglugginn/22072013-1 tónlist; Amaryoni (Suður-Afríka)

15. júlí;  Laufey Sigrún Haraldsdóttir tónlist og menning í Vestur-Afríku. http://www.ruv.is/sarpurinn/morgunglugginn/15072013-0 tónlist: Ballet Africans

8. júlí: Jónas Haraldsson;Fótbolti í Afríku. http://www.ruv.is/sarpurinn/morgunglugginn/08072013-0 tónlist: Fela Kuti (Nigería)

1. júlí: Kristján B. Jónasson bókmenntir. http://www.ruv.is/sarpurinn/morgunglugginn/01072013-0 tónlist: Salif Keita (Malí)

24. júní: Magnfríður Júlíusdóttir: Jóhannesarborg í Suður-Afríku. http://www.ruv.is/sarpurinn/morgunglugginn/24062013-0 tónlist: Thandiswa (Suður-Afríka) http://www.thandiswa.com/

10. júní: Birna Halldórsdóttir að segja frá störfum sínum í Gambíu. http://www.ruv.is/sarpurinn/morgunglugginn/10062013/birna-halldorsdottir

3. júni; Einar Geirsson og Anna Margrét Gunnarsdóttir; Að alast upp sem barn í Guinea Bissau. http://www.ruv.is/sarpurinn/morgunglugginn/03062013-0 tónlist: lag frá Guinea Bissau

27. maí: Geir Gunnlaugsson: Heilbrigðismál. http://www.ruv.is/sarpurinn/morgunglugginn/27052013/afrikuspjall-geir-gunnlaugsson-landlaeknir-0 tónlist: Super Mama Djombo (Gínea-Bissá) http://afroriginal.blogspot.com/2012/05/super-mama-djombo.html

13.maí; Egill Bjarnason sem ræddi við Hrafnhildi um ferðir og upplifanir frá Afríku, en hann hefur m.a. að ferðast um álfuna á hjóli þúsundir kílómetra. http://www.ruv.is/mannlif/a-hjoli-nidur-strond-v-afriku

6. maí; Páll Stefánsson ljósmyndari sagði sögur frá Malí, Grænhöfðaeyjum og fleiri stöðum í Afríku. http://www.ruv.is/mannlif/heilladist-af-afriku-alfu-gledinnar

29. apríl 2013

Í fyrsta þættinum var fjallað um þær ótrúlegar breytingar sem orðið hafa á síðustu 10 árum í þessari margslungnu heimsálfu Afríku. Í nýlegri grein í tímartitinu The Ecconomist kemur fram ýmsir þættir hafa áhrif á þessa þróun,m.a.lýðræðisleg þróun og margt fleira. Jón G. Pétursson sem situr í stjórn félagsins Afríka 20:20 kom í Morgungluggann á Rás 1 og sagði frá. http://www.ruv.is/mannlif/jakvaed-teikn-a-lofti-i-malefnum-afriku