Afríka 20:20. Áhugamannafélag um málefni Afríku sunnan Sahara.
kt. 510302-5240

DSC01036

Markmið félagsins
Afríka 20:20—félag áhugafólks um Afríku sunnan Sahara leggur áherslu á mannréttindi og umburðarlyndi í samskiptum og skoðanaskiptum. Markmið félagsins eru m.a. að:
 skapa vettvang fyrir frjóa umræðu um málefni Afríku sunnan Sahara;
 stuðla að auknum menningarlegum samskiptum milli Íslendinga og þjóða sem búa í Afríku sunnan Sahara;
 vekja athygli og áhuga á málefnum tengdum Afríku sunnan Sahara;
 vera virkur þátttakandi í almennri umræðu um málefni tengdum markmiðum félagsins;
 veita stuðning málefnum tengdum Afríku eftir efnum og aðstæðum félagsins hverju sinni;
 hafa samskipti við sambærileg erlend samtök.