Ágæti áhugamaður um málefni Afríku sunnan Sahara, vek athygli þína á komandi málstofu félagsins mánudaginn 19. maí kl. 16:30 um stöðuna í austanverðri Afríku, sjá meðfylgjandi auglýsingu. Báðir frummælendur, sem þekkja vel til svæðisins og sögu þess, eru jafnframt höfundar tveggja bókarkafla í nýútkominni bók félagsins um heimshlutann.
Málstofan verður haldin í Hámutorgi Háskóla Íslands, 1. hæð í stofu HT-101. Gengið er inn aðaldyr Hámutorgs, sem er glerbygging gegnt Lögbergi og þar sem m.a. Bóksala stúdenta er til húsa, og síðan áfram bogadreginn stiga niður á 1. hæð þar sem málstofan fer fram í stofu 101.
