Afmælismálþing um íslenska þróunarsamvinnu

Afmælismálþing um íslenska þróunarsamvinnu  föstudag 21.okt 2011

- Heiðursfyrirlesari dr. Paul Collier hagfræðiprófessor frá Oxford

17.10.2011

Afmælisráðstefna í Öskju

Afmælisráðstefna í Öskju

Dagskrá ráðstefnunnar.

Árið 2011 markar 40 ára afmæli íslenskrar þróunarsamvinnu, 30 ára afmæli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) og 10 ára afmæli Íslensku friðargæslunnar. Af þessu tilefni verður efnt til málþings í samvinnu við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnun, föstudaginn 21. október kl. 13:30 í Öskju, stofu 132 og verður heiðursfyrirlesari prófessor Paul Collier frá Oxford-háskóla.

Dagskrá:

kl. 13:30  Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra opnar málþingið

kl. 13:45  Paul Collier, prófessor við Oxford háskóla:  Can Africa catch up: and can we help?

kl. 14:30  Spurningar og svör.

kl. 14:50  Kaffihlé

kl. 15:05 Hermann Örn Ingólfsson, sviðsstjóri Þróunarsamvinnusviðs utanríkisráðuneytisins: Um íslenska  þróunarsamvinnu.

kl. 15:25 Jónína Einarsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild HÍ: Rannsóknir Collier: stefnumörkun, framkvæmd og kennsla

kl. 15:40 Valgerður Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri MA-náms í blaða- og fréttamennsku við Félags- og mannvísindadeil HÍ: Hvað er að frétta af þróunarsamvinnu?

kl. 15:55 Umræður. Valgerður Sverrisdóttir formaður samstarfsráðs um þróunarsamvinnu stýrir umræðum.

kl. 16:15 Móttaka í fordyri Öskju

Fundarstjóri verður Engilbert Guðmundsson framkvæmdastjóri  ÞSSÍ.

Um heiðursfyrirlesarann:

Dr. Paul Collier er  hagfræðiprófessor og stjórnandi Centre for the Study of African Economies við Oxford-háskóla. Hann er einn virtasti fræðimaður samtímans í þróunarmálum og mjög eftirsóttur fyrirlesari. Hann var um árabil starfsmaður Alþjóðabankans og hefur hann haft mikil áhrif á stefnu bankans í þróunarmálum. Þekktasta verk Collier er bókin The Bottom Billion, Why the Poorest Countries are Failing and What Can Be Done About It (2008).  Hún vakti heimsathygli og breytti viðhorfum margra í þróunarsamvinnugeiranum. Nýjar bækur eftir hann hafa einnig vakið athygli og umtal; Wars, Guns and Votes (2009) og The Plundered Planet: Why We Must – and How We Can – Manage Nature for Global Prosperity (2010). Í hinni síðasttöldu eru umhverfis- og auðlindamál ofarlega á baugi og kemur hann þar m.a. lítillega inn á íslenska kvótakerfið.

AFRÍSKT BALL Í IÐNÓ 15.APRÍL

Afríka 20:20 stendur fyrir dúndur afrísku balli í Iðnó, föstudaginn 15.apríl.

Húsið opnar klukkan 21.00  Svo munum við hrista okkur og skekja við afríska tónlist fram á nótt.

Það ætti enginn að láta þetta fram hjá sér fara - það er fátt skemmtilegra, hollara og gleðilegra en að gleyma sér í dansi í góðum félagasskap - nú eða bara hlusta og kynna sér tónlist frá Afríku!

Vonandi komast sem flestir og endilega bjóðið vinum og vandamönnum með.

Dagskrá Afríkudaga 2011

Dagskrá 22. janúar – 28. janúar 2011

Laugardagur 22. janúar
Kl. 14:00 Rás 1 – Til allra átta
Sigríður Stephensen helgar þáttinn tónlist frá Afríku.

Sunnudagur 23. janúar
Opnun sýningar á völdum myndum Páls Stefánssonar úr bókinni „Áfram Afríka“. Sýnt er á ýmsum stöðum í borginni, m.a. á Höfðatorg, í Laugum í Laugardal, í Útvarpshúsinu við Efstaleiti, í Hagkaupum í Kringlunni, í Háskólanum í Reykjavík og í Háskóla Íslands.

Mánudagur 24. janúar
Kl. 13:00 Rás 1 - Hringsól
Magnús R. Einarsson fer á hringsól með Páli Stefánssyni um Afríku.

Þriðjudagur 25. janúar

Breiðablik
Börn í 6. flokk Breiðabliks setja sig í spor barna í Afríku og æfa með fótboltum sem þau hafa búið til sjálf og án hefðbundins skóbúnaðar.

Miðvikudagur 26. janúar
Snælandsskóli
Börn í Snælandsskóla setja sig í spor barna í Afríku og og velta fyrir sér fjarlægðum.

Kl. 12:00-13:30 Málstofa í Háskólanum í Reykjavík, í Herkúles
Samstarf Íslendinga við Úganda
Fjallað verður um aðstoð Íslendinga við Úganda.Framsögu hafa Árni Helgason, fyrrverandi umdæmisstjóri ÞSSÍ í Úganda, sem segir frá því hvers vegna Úganda var valið sem samstarfsland, Lilja Kolbeinsdóttir, menntunar- og þróunarfræðingur fjallar um fullorðinsfræðslu í landinu, Þór Clausen, viðskiptafræðingur segir frá frumkvöðlaverkefni ÞSSÍ og HR í landinu og Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi segir frá menntunarverkefni samtakanna í Úganda. Að loknum erindum, verður opnað fyrir umræður. Fundarstjóri er Geir Gunnlaugsson.
Málstofan er haldin í samstarfi við kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík og Þróunarsamvinnustofnun Íslands.

Fimmtudagur 27. janúar
Kl. 16:00-17:30 Málstofa í Háskóla Íslands, í stofu 202 í Odda
Kynning rannsókna í Afríku sunnan Sahara
Inga Dóra Pétursdóttir, MA í þróunarfræðum og framkvæmdastjóri UN Woman á Íslandi, fjallar um útbreiðslu alnæmis í Malaví, Jón Geir Pétursson, doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræði við norska Lífvísindaskólann að Ási í Noregi segir frá áhrifum umhverfisstjórnunar á lífsafkomu almennings á Elgonfjalli í Úganda og Kenýja og Fjóla Einarsdóttir, MA í þróunarfræðum, veltir því fyrir sér hvort bjargir hjálparsamtaka bjargi götubörnum í Windhoek í Namibíu. Að loknum erindum, verður opnað fyrir umræður. Fundarstjóri er Jónína Einarsdóttir.
Málstofan er haldin í samstarfi við MARK – Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna við Félagsvísindasvið Háskóla íslands.

Kl. 20:00 Bíó Paradís
Sýndar verða heimildamyndir frá Gíneu-Bissá.
Frá Bijagoseyjum - Lífið á Canhabaque (45 mín)
Hér segir frá lífi fólksins í þorpinu Endena á eyjunni Canhabaque sem er ein af eyjum í Bijago eyjaklasanum skammt undan strönd Gíneu-Bissá í Vestur-Afríku. Þar kveða siðir meðal annars á um að ungir menn verði að gangast undir vald öldunga þorpsins. Þetta felur í sér sérstaka vígsluathöfn og að henni lokinni segja þeir skilið við fjölskyldu sína. Í myndinni er einnig brugðið upp svipmynd af daglegu lífi fólks á eyjunni og baráttunni fyrir lífsviðurværi í þorpinu.
Heimildamynd eftir Sigurð Grímsson og Angeliku Andrees.
Börn á Bijagos eyjunum (15-20 mín)
Um er að ræða þrjár stuttar myndir um systurnar Juba og Bondia sem eru sjö og
ellefu ára gamlar. Í fyrstu myndinni fylgjum við systrunum þar sem þær sækja ferskt drykkjarvatn í lind sem sprettur fram í flæðarmálinu. Í annarri mynd veiða systurnar krabba á leirunum sem koma úr sjó á fjöru, en þar krafsa þær smákrabba upp úr sandinum, en krabbarnir eru mikilvæg fæðubót fyrir fjölskylduna. Þriðja myndin er stutt mynd um Jubu sem tekur sér sveðju í hönd og heldur út í skóg til að afla sér efnivið í nýtt strápils, en pilsið hnýtir hún úr berki greinanna sem hún heggur í skóginum. Í myndinni sjáum við hvernig pilsið verður til og hvernig hún að lokum fer í nýja pilsinu sínu og tekur þátt í hringdansi stúlknanna í þorpinu.
Heimildamyndir eftir Sigurð Grímsson og Angeliku Andrees.
Landið sem gleymdist (42 mín)
Þessi heimildamynd segir frá því þróunarstarfi sem UNICEF á Íslandi hefur unnið í Gíneu-Bissá í Vestur-Afríku í samvinnu við íslensk fyrirtæki og almenning. Myndin segir frá daglegu lífi og aðstæðum barna í landinu, þeirri þörf sem er fyrir þróunaraðstoð og starfinu sem verið er að vinna til að gera líf íbúa þessa fátæka lands léttbærara. Myndin var tekin upp í Gíneu-Bissá á árinu 2005. Myndin sýnir vel hvernig fólk reynir að draga fram lífið þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Heimildamynd eftir Dúa J. Landmark.

Kl. 21:10 Rás 1 - Hringsól
Þáttur Magnúsar R. Einarssonar endurtekinn. Rætt er við Pál Stefánsson um hringsól hans í Afríku.

Kl. 23:20 Rás 1 – Til allra átta
Þáttur Sigríðar Stephensen um afríska tónlist endurtekinn.

Föstudagur 28. janúar
Kl. 16:30-18:30 Þögult uppboð á myndum Páls Stefánssonar í húsakynnum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi að Suðurlandsbraut 24
25 stækkanir á myndum Páls Stefánssonar frá Afríku verða til sýnis og sölu á þöglu uppboði. Allur ágóði af sölu myndanna rennur til menntunarverkefnis Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í Pader-héraði í Norður-Úganda.

Kl. 17:00 Rás 1 – Víðsjá
Þátturinn verður helgaður menningu Afríku.

Afríkudagar í janúar 2011

Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Afríka 20:20 – félag áhugafólks um málefni Afríku sunnan Sahara
standa fyrir Afríkudögum í janúar dagana 22. – 28. janúar nk. Meðal þess sem boðið verður upp á er
ljósmyndagjörningur þar sem myndir Páls Stefánssonar ljósmyndara frá Afríku eru settar upp á sýningarstöðum
víða um bæinn, boðið verður upp á tvær málstofur um málefni Afríku, Bíó Paradís mun sýna myndir um lífið í
Gíneu-Bissá auk þess sem börn og unglingar hér og þar um borgina setja sig í einn dag í spor ungviðis í Afríku. Þá
mun Rás 1 Ríkisútvarpsins veita Afríku sérstaka athygli þessa daga.

Markmiðið með Afríkudögunum er að vekja athygli á málefnum Afríku og afla fjár til stuðnings menntunarverkefni
Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í Pader-héraði Norður-Úganda. Páll Stefánsson gefur t.a.m. ljósmyndir
sínar sem seldar verða á uppboði í lok daganna. Myndirnar, sem eru alls 25, eru afrakstur heimsókna Páls til Afríku
á síðustu árum. Þær draga upp heillandi og litríka mynd af þeirri fjölbreytni og þeim krafti sem einkennir Afríku og
gefa nýja og jákvæðari sýn á daglegt líf Afríkubúa. Myndirnar voru fyrr á þessu ári sýndar í aðalstöðvum Sameinuðu
þjóðanna í New York í tengslum við Afríkudaginn auk sem þær birtast, ásamt fjölda annarra mynda í bókinni, Áfram
Afríka. Þær voru einnig til sýnis í sýningarsal KSÍ í Laugardal sl. sumar. Þögult uppboð verður á myndunum 28. janúar
nk. í húsakynnum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

Tvær málstofur verða haldnar á Afríkudögum. Sú fyrri ber yfirskriftina „Samstarf Íslendinga við Úganda“ og er haldin
í samvinnu við kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólskólans í Reykjvík og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Sú
síðari verður í Háskólanum Íslands og er yfirskrift hennar „Kynning rannsókna í Afríku sunnan Sahara“. Málstofan er
haldin í samvinnu við MARK – Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

Bíó Paradís mun bjóða upp á myndir um lífið í Gíneu-Bissá. Um er að ræða myndir Sigurðar Grímssonar og Angeliku
Andrees „Frá Bijagoseyjum – Lífið á Canhabaque“ og „Börn á Bijagoseyjunum“. Þá verður sýnd mynd Dúa J.
Landmark, „Landið sem gleymdist“.

Börn og unglingar á höfuðborgarsvæðinu munu einnig reyna að setja sig í spor ungviðis í Afríku með margvíslegum
hætti í vikunni. Börn í 6. flokk Breiðabliks hafa að undanförnu glímt við það verkefni að búa til fótbolta sem þau
munu svo æfa með, án hefðbundins skóbúnaðar. Þá mun 8. bekkur Snælandsskóla í Kópavogi velta fyrir sér
fjarlægðum.

Þættirnir Til allra átta, Hringsól og Víðsjá á Rás 1 verða helgaðir Afríku í vikunni. Áhugamenn um tónlist og menningu
þessa svæðis eru hvattir til að leggja við eyru.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa styrkt við menntunarverkefni í Norður-Úganda frá árinu 2007. Það
miðar að því að auka skólaaðgang og bæta gæði menntunar meira en 30 þúsund barna í héraðinu fram til ársins
2012. Þúsundir þeirra dvelja eða hafa dvalið í flóttamannabúðum eftir 20 ára stríðsátök á svæðinu. Sérstök
áhersla er lögð á að ná til barna, sem ekki eru í skóla og þá sérstaklega til stúlkna, að bæta kennsluaðferðir og
kennsluumhverfi, að styðja menntayfirvöld í því að efla menntun og vernda börn á átakasvæðum gegn ofbeldi og
misnotkun. Fyrir fjármagn frá samtökunum hafa verið byggðir skólar og kennarabústaðir með allri nauðsynlegri
aðstöðu. Haldin hafa verið þjálfunarnámskeið fyrir kennara og skólayfirvöld og haldnir fræðslufundir með skólafólki,
foreldrum og fleirum um réttindi barna. Sömuleiðis hafa verið námskeið fyrir börn til að fræða þau um réttindi sín
og virkja þau til að taka þátt í skólastarfi og uppbyggingu samfélagsins. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa
skuldbundið sig til að styðja við menntunarverkefnið í Norður-Úganda til loka ársins 2012.

Áhugamannafélagið Afríka 20:20 leggur áherslu á að skapa vettvang fyrir frjóa umræðu um málefni Afríku sunnan
Sahara og vekja á þeim athygli. Samtökin leggja jafnframt áherslu á mannréttindi og umburðarlyndi í samskiptum.

Nánari upplýsingar veita Margrét Júlía Rafnsdóttir (margret@barnaheill.is), verkefnastjóri Barnaheilla – Save the
Children á Íslandi í síma 863 4607 og Jón Geir Pétursson (jgp@skog.is), varaformaður í Afríka 20:20 í síma 866 7659.

Ljósmyndasýning Páls Stefánssonar - opnun 11. júní

Afríka 20:20, í samvinnu við KSÍ og Crymogeu stendur fyrir opnun
ljósmyndasýningar Páls Stefánssonar í KSÍ stúkunni Í DAG kl 16,30.

Ljósmyndasýningin samanstendur af myndum úr ferðum Páls víða um Afríku,
þar sem hann myndaði börn og fullorðna spila fótbolta. Myndirnar eru
afskaplega fjölbreyttar og einstaklega lifandi og skemmtilegar.

En eins og flestir vita þá verður fyrsti HM leikurinn spilaður í dag og
okkur finnst gaman að þessi sýning opni um leið og augu heimsins beinast
að Suður Afríku. Útgáfa bókarinnar “Áfram Afríka” sem er bók með
ljósmyndunum verður einnig gefin út í dag og til sölu.

Afrótrommusláttur og dans mun koma okkur í afríkutaktinn!

Vonumst til að sjá sem flesta!

Málstofa um áhrif efnahagskreppunnar á Afríku

Fimmtudaginn 7. maí kl. 14-17 verður haldin málstofa undir yfirskriftinni “How the Financial Crisis Influences Africa”. Málstofan fer fram á ensku og verður haldin í Öskju (HÍ), Sturlugötu 7, 101 Reykjavík. Í fréttatilkynningu segir:

The Nordic Africa Institute, Ministry for Foreign Affairs in Iceland, the Icelandic International Develpment Agency and the Faculty of Socical and Human Sciences, University of Iceland invite you to a seminar and book launch - “How the Financial Crisis Influences Africa”.

Chair: Jónína Einarsdóttir

Speakers: Ann Pettifor, Executive Director of Advocacy International, London: “The Global Financial Crisis: causes and prospects.”

Fantu Cheru, Research Director at the Nordic Africa Institute: “Crisis, Shock Therapy, the Politics of Conditionality: Lessons from Africa’s Experience with Two Decades of IMF Conditionality.”

Stefán Ólafsson, professor at the University of Iceland: “Iceland’s Financial Crisis: Causes and Social Consequences.”

——

Book Launch of “The Bush is Sweet: Globalization, Identity and Power Among Wodaabe Fulai in Niger”, by Kristín Loftsdóttir

Chair: Carin Norberg, Director of the Nordic Africa Institute

Dr. Kristín Loftsdóttir, professor at the University of Iceland: “Risk Management at the Margins: WoDaaBe Agency, Migrant Work and Pastoral Livelihoods.

BARÁTTAN GEGN AÐSKILNAÐARSTEFNU Í S-AFRÍKU: AÐGERÐIR Á ÍSLANDI

Norræna Afríkustofnunin stendur fyrir opinni málstofu í samstarfi við Afríku 20:20 og Mannfræðistofnun Háskóla Íslands. Málstofan hefur yfirskriftina Baráttan gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku: aðgerðir á Íslandi og verður haldin laugardaginn 21. febrúar kl. 10-12.30, í Norræna húsinu.

Norræna Afríkustofnunin í Uppsala hefur síðan 2003 unnið að því að taka saman gögn um þátttöku Norðurlandanna í frelsisbaráttu svarta meirihlutans í Suður-Afríku og afnámi aðskilnaðarstefnu (apartheid) þarlendra stjórnvalda. Afrakstur vinnunnar er skráður á heimasíðunni www.liberationafrica.se. Á Íslandi tók fólk þátt í þessari baráttu á mismunandi vettvangi. Hvaða lærdóm má draga af þeirri baráttu? Hvaða þýðingu hefur hún fyrir alþjóðlega samstöðu og hvað geta samtök sem í dag berjast fyrir afnámi misréttis og valdbeitningar lært af henni?

Dagskrá

10.00-10.10    Opnun málstofunnar

10.10-10.30    The Nordic Documentation Project on the Liberation Struggles in Southern Africa: Proscovia Svärd, verkefnisstjóri við Norrænu Afríkustofnunina

10.30-11.00    Baráttan gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku – aðgerðir á Íslandi: Gestur Svavarson stuðningsmaður mannréttinda

11.00-11.15    Kaffi

11.15-11.30    (Ó)manneskjuleg andlit í hnattrænni og staðbundinni aðskilnaðarstefnu: Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands

11.30-11.45    Aðskilnaðarstefna – hver á sínum stað: Magnfríður Júlíusdóttir, lektor í landfræði við Háskóla Íslands

11.45-12.00    Aðskilnaðarstefna í Ísrael og hernumdri Palestínu: Sveinn Rúnar Hauksson læknir, formaður félagsins Ísland-Palestína

12.00 -12.25    Umræður

12.25 -12.30     Lokaorð: Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands og formaður   félagsins Afríka 20:20

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis

Zimbabve og Ísland – átök um yfirráð auðlinda og völd

Málstofa verður haldin á vegum félagsins í Norræna húsinu, fimmtudaginn 5. febrúar, kl. 17-18.15, um efnið:

Zimbabve og Ísland – átök um yfirráð auðlinda og völd
Magnfríður Júlíusdóttir, lektor í landfræði við Háskóla Íslands og stjórnarkona í Afríka 20:20, mun beina sjónum að samanburði á baráttu íbúa Zimbabve fyrir yfirráðum ræktarlands og Íslendinga fyrir yfirráðum sjávarauðlinda. Í báðum tilvikum eru átök við breska hagsmuni og stjórnvöld í forgrunni og finna má mikinn samhljóm í röksemdafærslu beggja smáþjóðanna um samband lífskjara, sjálfbærni og auðlindayfirráða. Í ljósi þess er velt upp spurningum um tengsl einhæfrar umfjöllunar íslenskra fjölmiðla um málefni Zimbabve við staðsetningu landanna á Norður-Suður ási. Áberandi í orðræðunni um okkur (í Norðri) og hina (í Suðri) er uppstilling á andstæðunum  lýðræði, gegnsæi og virðing fyrir lögum  á móti einræði, spillingu og lögleysu. Atburðir síðustu mánaða sýna að Ísland fellur óþægilega vel að tilteknum atriðum í gagnrýnni orðræðu um stjórnmál og óstjórn í  Zimbabve, sem leitt hefur til margvíslegra refsiaðgerða alþjóðasamfélagsins.

Málstofa Mats Utas um endurhæfingu barnahermanna

Rauði krossinn og Afríka 20:20 – áhugamannafélag um Afríku sunnan Sahara standa að sameiginlegum fyrirlestri um endurhæfingu barnahermanna í Vestur-Afríku miðvikudaginn 12. nóvember kl. 17 á landskrifstofu Rauða krossins að Efstaleiti 9.

Fyrirlesari er Dr. Mats Utas mannfræðingur frá Svíþjóð. Utas er virtur í sínu fagi og hefur kennt afrísk fræði við mannfræðideildir háskólanna í Stokkhólmi, Uppsölum, Líberíu og Fourah Bay háskóla í Síerra Leóne. Helstu rannsóknarefni hans lúta að málefnum barnahermanna, flóttamanna og kvenna á átakasvæðum, og hefur hann stundað rannsóknir í Líberíu, Síerra Leóne og á Fílabeinsströndinni.

Rauði kross Íslands hefur stutt verkefni Rauða krossins í Síerra Leóne um endurhæfingu barna sem tóku þátt í borgarastyrjöldinni síðan árið 2004 með söfnunarfé sem aflað var í landssöfnuninni Göngum til góðs, ásamt öðrum framlögum frá einstaklingum og ríkisstjórn. Verkefnið stuðlar að endurhæfingu þessara barna og barnahermanna þar sem fagfólk veitir þeim sálrænan stuðning. Jafnframt fá aðstandendur barnanna fræðslu um aðstæður þeirra og um áhrif stríðsátakanna á börnin.

Afríka 20:20 – félag áhugafólks um Afríku sunnan Sahara leggur áherslu á mannréttindi og umburðarlyndi í samskitum og skoðanaskiptum og eru markmið félagsins meðal annars að vekja umræðu og athygli á málefnum tengdum Afríku og stuðla að auknum samskiptum milli Íslendinga og þjóða sem búa í þeirri heimsálfu.

Öllum er heimill aðgangur.

Aðalfundur Afríku 20:20

Aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst kl. 18, á Kaffi Kúltúr í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu.

Dagskrá:

1. Setning fundar og kynning dagskrár.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfstímabili.
4. Reikningar félagsins lagðir fram.
5. Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta starfstímabils lagðar fram.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. Lagabreytingar.
8. Kosning formanns til eins árs.
9. Kosning tveggja stjórnarmanna, tveggja varamanna og eins skoðunarmanns
reikninga til tveggja ára.
10. Kosning í nefndir félagsins.
11. Önnur mál.

Til þess að hafa kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundinum verður viðkomandi að hafa greitt félagsgjaldið (2000 kr) inn á bankareikning 1150-26-58202 (Spron) fyrir aðalfundinn. Kennitala félagsins er 510302-5240. Vinsamlegast gætið þess að skýrt komi fram fyrir hverja félagsgjaldið er greitt!