Ágæti áhugamaður um málefni Afríku sunnan Sahara,
Minni á aðalfund Afríku 20:20 nk miðvikudag 26. mars kl. 16:30–18:00 í kaffihúsi Máls og menningar á Laugavegi 18 í Reykjavík. Í upphafi fundar, fyrir venjuleg aðalfundarstörf, munu Jónína Einarsdóttir og Geir Gunnlaugsson ræða stuttlega stöðu mála í Gíneu-Bissá og Magnfríður Birnu Júlíusdóttir stöðuna í Suður-Afríku.
Að lokinni umræðu verður gengið til venjubundinna aðalfundarstarfa, sbr lög félagsins:
- Setning fundar og kynning dagskrár.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfstímabili.
- Reikningar félagsins lagðir fram.
- Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta starfstímabils lagðar fram.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Lagabreytingar.
- Kosning formanns til eins árs.
- Kosning eins stjórnarmanns, eins varamanns og eins skoðunarmanns reikninga til tveggja ára.
- Kosning í nefndir félagsins.
- Önnur mál.
Þeir sem hafa áhuga á stjórnarsetu er vinsamlega bent á að hafa samband við undirritaðan eða mæta gjarnan á fundinn til að lýsa yfir áhuga ykkar.
Kveðja frá stjórn Afríku 20:20
https://afrika2020.is/wp-content/uploads/2025/03/Arsskyrsla-2024.pdf