Afríka 20:20 – aðalfundur 26. mars kl. 16:30 2025

Ágæti áhugamaður um málefni Afríku sunnan Sahara,

Minni á aðalfund Afríku 20:20 nk miðvikudag 26. mars kl. 16:3018:00 í kaffihúsi Máls og menningar á Laugavegi 18 í Reykjavík. Í upphafi fundar, fyrir venjuleg aðalfundarstörf, munu Jónína Einarsdóttir og Geir Gunnlaugsson ræða stuttlega stöðu mála í Gíneu-Bissá og Magnfríður Birnu Júlíusdóttir stöðuna í Suður-Afríku.

Að lokinni umræðu verður gengið til venjubundinna aðalfundarstarfa, sbr lög félagsins:

  1. Setning fundar og kynning dagskrár.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfstímabili.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram.
  5. Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta starfstímabils lagðar fram.
  6. Ákvörðun félagsgjalda.
  7. Lagabreytingar.
  8. Kosning formanns til eins árs.
  9. Kosning eins stjórnarmanns, eins varamanns og eins skoðunarmanns reikninga til tveggja ára.
  10. Kosning í nefndir félagsins.
  11. Önnur mál.

Þeir sem hafa áhuga á stjórnarsetu er vinsamlega bent á að hafa samband við undirritaðan eða mæta gjarnan á fundinn til að lýsa yfir áhuga ykkar. 

Kveðja frá stjórn Afríku 20:20

https://afrika2020.is/wp-content/uploads/2025/03/Arsskyrsla-2024.pdf